news

Frábært spjall við börnin

24. 09. 2020

Hér er hægt að hlusta á frábært spjall við leikskólabörn um Covid-19, tekið upp í júní 2020.

smellið hér (10,47 mín) til að hlusta :) eða smellið hér fyrir styttri útgáfuna (5,20 mín)


Félagasamtökin Delta Kappa Gamma voru að undirbúa fyrirlestrardag vegna Alþjóðadags kennara og báðu leikskólakennara í Lundarseli um aðstoð. Delta Kappa Gamma Society International eru alþjóðasamtök kvenna í fræðslustörfum.

Undirbúningsnefndin Beta- og Mýdeild innan Delta Kappa Gamma bað Inga Jóhann Friðjónsson, leikskólakennara með B.A. í heimspeki, að spjalla við elstu börnin í leikskólanum Lundarseli um hvað þeim fannst um Covid-19 eða kóronuveiruna.

Ingi útbjó rúmlega 10 mínútna myndband af svörum nokkurra barna sem má sjá og heyra hér. Í raun spönnuðu viðtölin yfir 90 mínútur við 21 viðmælanda, ekki komust öll frábæru svörin fyrir í myndbandinu.

Börnin fengu val um að taka þátt í spjallinu og reynt var eftir fremsta megni að fá upplýst samþykki fyrir að nota viðtölin í myndbandsgerðina.

Auðvitað voru svörin misjöfn og alfarið út frá reynsluheimi barnanna, þar sem leitast var við að komast að þeirra upplifun með opnum spurningum.

Af samtölunum má draga þá ályktun að þau börn sem mættu meira í leikskólann í apríl og maí höfðu minni áhyggjur af ástandinu en þau börn sem voru aðallega heima. Sum börnin fundu fyrir leiða að hitta ekki vini sína í leikskólanum og höfðu áhyggjur af heilsu fjölskyldunnar meðan öðrum leið vel.

Það mátti líka greina í þessu spjalli við börnin að þau nutu sín í minni hópum og í ró með vinum sínum í leikskólanum.

Greinilegt er að faraldurinn hafði/hefur áhrif á tilfinningalíf barnanna, þau eru að meðtaka alla umræðu í þeirra nærumhverfi.


https://photos.app.goo.gl/nbex55q1ohDkN4Uy8

© 2016 - 2024 Karellen