news

Tilkynningu um skólahald

16. 03. 2020

Sjá hér tilkynningu um skólahald hjá Akureyrarbæ fréttir um skólahald.pdf

Heilbrigðisráðherra ákvað að virkja heimildir sóttvarnalaga sem fela m.a. í sér að skólahald verður takmarkað tímabundið.

Starfsmenn Lundarsels hafa unnið að því í dag, 16.mars að endurskipuleggja starfið með tilliti til þess hvernig best sé að halda starfseminni gangandi á sem öruggastan hátt, þ.e. börn séu í sem minnstum hópum og aðskilin með mest.

Foreldrar í Lundarseli hafa fengið tölvupóst um endurskipulagið í grófum dráttum.

Við höldum í jákvæðnina og rónna en förum að öllu með gát.

Minnum á að spritt er komið í allar forstofur sem við hvetjum foreldra til að nota.

Eins biðjum við að :

Eingöngu annað foreldrið fylgir barni í leikskólann og sækir, og kemur einungis í forstofu/fataherbergi.

Foreldrar eru beðnir um að staldra stutt við í fataherbergjum skólans, hringja frekar ef það þarf að ræða málin.

Foreldrar beðnir að láta vita ef barnið/börnin ætla að vera fjarverandi – hver svo sem ástæðan er.

Sjá hér tilkynningu um skólahald hjá Akureyrarbæ fréttir um skólahald.pdf


© 2016 - 2024 Karellen