Námskrá Lundarsels ýtið á bláa hnappinn námskrá Lundarsels til að sjá námskrána í heild sinni.

Lundarsel er heilsueflandi leikskóli sem leggur áherslu á lærdómssamfélag þar sem allir eru að læra hver af öðrum. Einkunnarorð Lundarsels, „Þar sem glaðir spekingar leika og læra saman“, er tilvísun í gleðina sem felst í leiknum, við að leita svara og rannsaka sjálfur. Allir eru að læra, hver af öðrum, börn jafnt sem fullorðnir.

Leikskólastarfið er fjölbreytt og í námskrá er unnið út frá ákveðnum áherslum í gegnum leikinn meðal annars með; barnaheimspeki – samræðu til náms, jafnrétti, heilsueflingu og heilbrigði og SMT- skólafærni. Inn í þessa þætti fléttast námssvið Aðalnámskrá leikskóla; læsi, heilbrigði og vellíðan, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti, sjálfbærni og sköpun.

Starfsfólk skólans leggur metnað sinn í faglegt, uppeldislegt og gleðiríkt starf. Það skoðar líka starfið með kynjafræðilegum gleraugum með það að leiðarljósi að allir séu jafnir, strákar og stelpur, kyn á aldrei að hamla, hefta eða loka á óskir. Lífstjáning barnsins endurspeglast í leiknum sem er ein mikilvægasta náms- og þroskaleið hvers barns.

S K Ó L A B R A G U R – Svona gerum við í Lundarseli en þó stundum meiri kröfur og stundum minni kröfur.

Sjá skolabragur og Hér má sjá móttökuferlið okkar mottaka

Sjá einnig aðalnámskrá leikskóla adalnskr_leiksk_2012-1

Aðalnámskrá leikskóla á ensku adskr_leiksk_ens_2012

Barnasáttmálinn
Öll börn eiga rétt á að að segja hvað þeim finnst og leika sér og hafa gaman.

Hér má sjá verkefni sem unnið var í Lundarseli jan til mars 2018 = vinna med Barnasattmalann

Svör barnanna 2018 = Barnasattmalinn


Börn með annað móðurmál en íslensku© 2016 - 2019 Karellen