news

Dagur leikskólans 6.feb.

05. 02. 2020

Dagur leikskólans

Fimmtudaginn 6. febrúar er Dagur leikskólans af því árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín! Leikskólar hafa á undanförnum árum haldið upp á Dag leikskólans með margbreytilegum hætti, en alltaf með áhverslu á að stuðla að jákvæðri umræðu um leikskólastarfið og ávallt reynt að nýta daginn til að sýna starfið sem fer fram í leikskólunum.

Við í Lundarseli hvetjum ykkur foreldra til að kíkja örstutt inn á deildir.

Hoppið endilega úr skónum annað hvort þegar þið komið með barnið eða sækið því það eru listaverk upp um alla veggi eftir snillingana ykkar.

Starfsfólk mun skemmta börnunum í tilefni dagsins með leiksýningu inná sal. Sérkennslustjóri og deildarstjórar hússins leika leikritið Geiturnar Þrjár.

© 2016 - 2020 Karellen