news

Lundarsel er Heilsueflandi leikskóli

25. 11. 2019

Landlæknir hefur gefið út 4 stutt myndbönd um fjóra mikilvæga þætti í lífi leikskólabarna.

Yfirheiti myndbandanna er „Vellíðan leikskólabarna" og má skoða þau á Facebook síðu Heilsueflandi leikskóla sem og á Youtube síðu embættis landlæknis. Hægt er að stilla á íslenskan, enskan og pólskan texta. Facebook stillir texta á myndbönd eftir persónulegum stillingum hvers notanda, þ.e. ef Facebook er stillt á íslensku og að myndbönd eigi að vera textuð ef hægt er þá kemur sjálfkrafa íslenskur texti. Á Youtube getur hver smellt á cc og stillt þann texta sem viðkomandi vill.

Vellíðan leikskólabarna – svefn og hvíld, – næring og matarvenjur, – hreyfing og útivera, – hegðun og samskipti

Við hvetjum foreldra til að gefa sér tíma til að horfa :)

© 2016 - 2020 Karellen