Hlífðarfatnaður leikskólabarnsins

Mikilvægt er að barnið hafi meðferðis útifatnað sem hæfir veðurfari hverju sinni, hann sé þæginlegur, hæfilega stór, snyrtilegur og vel merktur, og verið meðvituð um að barnið vex en brókin ekki, því er mikilvægt að máta reglulega skó, stígvél, pollafatnað og annað sem barninu tilheyrir. Á skálmum flestra polla, hlífðar og snjófatnaðar er teygja til að setja undir skó og er mjög gott ef hún er endurnýjuð þegar hún slitnar vegna þess að hún varnar því að buxurnar þræðist upp skálmina og barnið verður þá blautt á milli.

Í kulda og bleytu er nauðsynlegt að hafa vettlinga til skiptanna og jafnvel fleiri en eina.

Klæðnaður leikskólabarnsins

Mikilvægt er að klæðnaður barnsins ykkar sé þægilegur, hæfilega stór og snyrtilegur.

Allir þurfa að hafa aukafatnað í leikskólanum en í Lundarseli á hvert barn kassa til að geyma hann í. Í plastkassanum eiga að vera buxur, sokkar, nærfatnaður og peysa/bolur.

Sjá hér hvaða föt öll börn eiga að hafa : það er markmið okkar hér í leikskólanum að börnum líði sem best í leik og starfi.pdf

Á þeim tíma sem barnið er að hætta með bleyju eða eitthvað er sem veldur því að mikið þarf að skipta um fatnað verður að passa að hafa frekar meira en minna til skiptanna.

Mikilvægt að merkja

Það er mjög mikilvægt að merkja fatnað barnsins vel. Margir aðilar eru að selja skemmtilega merkimöguleika og má finna ýmislegt því tengdu á vefnum. Gamla góða leiðin að skrifa með bleki sem ekki þvæst úr er líka í fullu gildi.

Leiðbeiningar í bleytutíð.

Við rekum okkur oft á að í bleytutíð er pollafatnaður barnanna blautur þegar á að nota hann, þetta á sérstaklega við þá galla sem eru með flís-fóðri að innan. Við viljum því biðja ykkur að hengja fatnaðinn á röngunni í hólf barnanna eða fara með hann heim milli daga og þurrka þetta á einnig við um regnvettlinga og lúffur. Losa þarf stígvél/kuldaskó úr skálmum því þar þornar ekki ef loftar ekki um, og nauðsynlegt er að snúa klæðnaðinum á réttuna og gera kláran til notkunar næsta dag.

Það er ykkar foreldranna að sjá um að klæðnaður barnanna sé aðgengilegur og tilbúin til notkunnar :)


© 2016 - 2024 Karellen