Smt- agastefna leikskólans er skýr. Hér má sjá innáætlunarplanið okkar fyrir börnin. Innlagnarplan 2023-2024 smt og stafir

Við kynnum reglurnar eftir þessu plani fyrir eldri börnunum. Við segjum börnunum frá reglunum, ræðum þær t.d. af hverju reglan er og spyrjum börnin hvað þeim finnst um regluna, t.d. „hvernig væri best að hafa samveruna?“ Við æfum regluna/leikum hana og sýndum myndir af reglunni.

Grunnreglurnar í skólanum eru að fara eftir fyrirmælum, hafa hendur og fætur hjá sér og nota innirödd.

Þar sem glaðir spekingar leika og læra saman er einkunarorð skólans og stendur fyrir hugsandi börn, skapandi börn og umhyggjusöm börn, glöð börn í öruggu umhverfi þar sem þau vita hvað er ætlast til af þeim - ákveðnar sameiginlegar reglur.

Í leikskólanum segir starfsfólkið reglulega við börnin Dugleg eða Duglegur að .... t.d. duglegur spekingur að ganga frá perlunum, hrós og svo nákvæmlega við hvað eða fyrir hvað barnið var duglegt.

Markmið með SMT – skólafærni í Lundarseli

Markmið SMT-skólafærni er að skapa gott andrúmsloft í leikskólum og tryggja öryggi og velferð barnanna og starfsfólks. Lögð er áhersla á að koma í veg fyrir og draga úr óæskilegri hegðun nemenda með því að kenna og þjálfa félagsfærni, gefa jákvæðri hegðun gaum með markvissum hætti og samræma viðbrögð starfsfólks gagnvart börnum sem sýna óæskilega hegðun.

Það er fullkomlega eðlilegt að börn sýni ekki alltaf æskilega hegðun og samkvæmt fræðum PMT/SMT hlýða börn í 70% tilvika og við tökum tillit til þess. Ef börn sýna óæskilega hegðun eru þau minnt á reglurnar og ef um ítrekaða hegðun er að ræða er boðið uppá val “gefðu næði á meðan Jói er á baðherberginu eða farðu í leikhlé”. Leikhlé er eitt verkfæri í SMT. Með leikhlé er motta lögð á gólfið hjá okkur fullorðna fólkinu, þar sem barninu gefst tækifæri til að komast úr aðstæðunum eða að hugsa málið. Börnin eru jafnmargar mínútur og þau eru gömul á mottunni. Engin verður reiður, engar skammir, aðeins aðferð til að stoppa ítrekaða óæskilega hegðun.

Við erum að innleiða SMT til að styðja öll börn skólans. Reglurnar fyrir hverja stund í skólanum eru settar fram þannig að þær eru einfaldar, nákvæmar og vel ljóst til hvers er ætlast. Reglur eru hafðar sýnilegar, hengdar upp á veggi og kenndar með sýnikennslu, dæmum og æfingum. Það er hrósað mikið en hvatning er lykillinn í þessari agastefnu. Við hrósum á ýmsa vegu til að umbuna fyrir árangur, framfarir og það sem vel er gert. Skýr mörk eru sett og skilgreind þannig að allt starfsfólkið vinnur eins. Börnunum er gert ljóst með sýnikennslu hvað er minniháttar og hvað ekki, eins og að lemja er óæskileg hegðun, en að hafa hendur og fætur hjá sér er æskileg hegðun.



© 2016 - 2024 Karellen