Farsæld barna: Börn og foreldrar sem á þurfa að halda eiga að hafa aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana. Samþætt þjónustu í þágu farsældar barns er skipulögð og samfelld og hefur það markmið að skapa heildarsýn og ramma um þau þjónustukerfi sem skipta mestu máli fyrir farsæld barna. Sjá tengilFarsæld barna á Akureyri


Tengiliður: Öll börn og foreldrar skulu hafa aðgang að tengilið þjónustu í þágu farsældar barns eftir því sem þörf krefur. Hlutverk tengiliðar er fyrst og fremst að veita upplýsingar, aðstoða foreldra og barn og styðja við samþættingu á fyrsta stigi í samræmi við óskir foreldra og/eða barns. Foreldrar og börn geta leitað sjálf beint til tengiliðar eða sent beiðni í gegnumÞjónustugátt innskráning

Tengiliður Lundarsel-Pálmholt er Indíana Hrönn Arnardóttir, sérkennslustjóri, netfang indahronn@akmennt.is vinnusími: 462-5883 staðgengils


Fræðsla á netinu fyrir foreldra um velferð barna

Þann 15. maí var haldinn fundur í Háskólanum á Akureyri um mikilvægi samvinnu foreldra fyrir velferð barna. Um var að ræða fræðslufund fyrir foreldra og forsjáraðila barna á vegum landssamtakanna Heimilis og skóla fræðslu- og lýðheilsuráðs Akureyrarbæjar og mennta- og barnamálaráðuneytisins. Fyrir þá sem ekki komust á fundinn, er hægt að horfa á erindin hér:

Upptaka af fundi í Árborg með enskum texta https://www.youtube.com/watch?v=2ti5YJLp5cc

Upptaka af fundi í Vesturbæ, Miðborg og Hlíðum táknmálstúlkaður: https://www.youtube.com/watch?v=ZETU59WlsyE

Á fundinum var einnig rætt Farsældarsáttmálann og hvað það er sem foreldrar/forráðamenn vilja sjá í honum. Fyrir þá sem vilja koma með athugasemdir eða ábendingar þá er hægt að skrá það hér

Við bendum einnig á áhugamannahóp um foreldrastarf á Facebook: https://www.facebook.com/groups/129364540079932 ásamt linkatréð Heimilis og skóla: https://linktr.ee/heimiliogskoli

© 2016 - 2023 Karellen