news

Alþjóðadagur móðurmálsins 21.feb

20. 02. 2023

21.febrúar er Alþjóðadagur móðurmálsins. Af því tilefni er sýning á Amtsbókasafninu sem við tökum þátt í með því að sýna veggspjald með orðunum Friður og Ást á móðurmáli allra í Lundarseli og Pálmholti.

Í Lundarseli/Pálmholti eru mörg móðurmál (með íslenskunni) - en í Lundarseli/Pálmholti eru 139 börn og 49 starfsmenn.

Veggspjaldið frá okkur og öðrum skólum munu hanga á kaffihúsi Amtsbókasafnsins og hvetjum við alla til að kíkja á bókasafnið og skoða fjölbreytta tungumálaflóru Akureyringa.© 2016 - 2024 Karellen