news

Bolludagurinn okkar á Rúv

04. 03. 2022

Sjá hér innslag sem var á RÚV um bollidaginn á Pálmholti https://www.ruv.is/frett/2022/02/28/bollusmekkurinn-misjafn

Súkkulaði númer eitt, tvö og þrjú = sögðu börnin á Pálmholti

Á leikskólanum Pálmholti er boðið upp á aðeins barnvænni bollur, en það er hin dæmigerða sulta, rjómi og svo það mikilvægasta, nóg af súkkulaði.

Lóa Þorvaldsdóttir, aðstoðarmatráður, segir börnin vera hrifin af bollum. „Það er aðallega með glassúr samt. Hann er voða oft bara sleiktur af og bollan skilin eftir.“

Flestir virtust þó smakka bolluna sjálfa. Óliver Baldur Daníelsson, var kominn á bollu númer tvö. Af hverju ertu bara með súkkulaði? „Ég elska bara með súkkulaði,“ segir Óliver.

Það eru þó ekki einungis sætar bollur sem boðið er upp á í dag og segir bróðir Ólivers, Tristan Bragi Daníelsson, að það hafi verið fiskibollur í hádeginu. Hann segir að þær hafi ekki verið góðar.

Ragnheiður Sara Siguróladóttur fannst rjómabollurnar líka góðar. Það besta við þær finnst henni er rjóminn og súkkulaðið.

Marthen Olsen, leikskólakennari á Pálmholti, segir börn spennt fyrir deginum.
„Þeim finnst þetta afar skemmtilegt og eru mjög áhugasöm um daginn og eru alltaf að spyrja, af hverju við erum bara að borða bollur í dag og yfirleitt er nóg að svara að það sé bara bolludagur, þau er sátt við það svar.“

© 2016 - 2022 Karellen