news

Jólaball 2022

16. 12. 2022

Í dag var jólaball í Lundarsel/Pálmholt :)

Í Pálmholtshúsinu var jólaball í sal, við vorum svo heppin að Magni sem er pabbi á Birkiholti mætti með hljómsveitina Brekkubræður hana skipa Egill — söngur sem er sonur Magna, Emil — gítar og Birgir — Bassi. Brekkubræður spiluðu fyrir okkur jólalög og þeir héldu svo sannarlega uppi miklu stuði. Tveir jólasveinar mættu í lokin á ballinu og tóku nokkur lög, gáfu börnunum mandarínur og vöktu mikla lukku.

Að loknum tónleikum fóru Brekkubræður í smá viðtal sem má lesa hér að neðan, þeir voru sáttir með tónleikana og fannst skemmtilegast að spila Snjókorn falla og Gekk ég yfir sjó og land.

Hvað heitir bandið ykkar?

Brekkubræður.

Og af hverju heitir það Brekkubræður?

Sko við erum í Brekkuskóla og við erum svona hálfgerðir bræður, eða svona við erum eiginlega það góðir vinir að við erum eiginlega bræður eða hálfgerðir bræður.

Hvað eruð þið búnir að vera að spila lengi?

Byrjuðum í fyrra, fyrra haust, við fundum upp á þessu bandi í íþróttatíma. Ætluðum að heita Bónusbræður en breyttum því í Gullbrekkubræður, eða sko fengum hugmynd um Gullbrekkubræður en síðan breyttum við því í Brekkubræður

Þið eruð búnir að vera að spila í eitt ár, eruð þið búnir að spila á helling af tónleikum?

Já við höfum verið að spila á litlujólunum í Brekkuskóla og erum að fara að gera það aftur, tókum þátt í hæfileikakeppni tvisvar og lentum tvisvar í þriðja sæti, svo vorum við á skólaslitunum og svo vorum við í einhverri fermingu.

Svo það er bara nóg að gera hjá ykkur?

Jájá sérstaklega þegar það komið er að jólum þá er mikið að gera.

Glæsilegt viljið þið bæta einhverju við viðtalið?

Já bara þetta var frábært.

Já áfram KA.

Fyrir vöfflurnar.

Við viljum þakka Brekkubræðrum fyrir frábæra skemmtun, jólakveðjur frá Pálmholti.


© 2016 - 2024 Karellen