news

Sóttvarnareglur 25.mars

25. 03. 2021

Kæru foreldrar og aðrir aðstandendur

Hér eru helstu punktar úr reglugerðinni sem snýr af leikskólum í sambandi við nýjar sóttvarnareglur:

  • Grímuskylda er á foreldra og 2ja metra reglan
  • Grímuskylda og 2ja metra fjarlægðarmörk milli fullorðinna í leikskólanum
  • Ekki þarf að nota grímur ef fjarlægðarmörk eru virk.
  • Það eru 10 fullorðnir að hámarki í rými
  • Ekki þarf að grípa til sóttvarnarhólfunar

Allir foreldrar verða áfram að vera með grímu þegar þeir koma með eða sækja börnin. Vinsamlegast munið að spritta vel hendur við komu og brottför en handspritt er staðsett við alla innganga.

Foreldrar nota sérinngang fyrir hverja deild,við virkjum aftur fjórða innganginn fyrir bangsaforeldra á ný, vinsamlegast munið eftir að loka hliðinu.

Foreldrar þurfa að staldra stutt við í leikskólanum og hringja í beinu númerin inná deildir ef það er eitthvað sem þarf að ræða. Kría: 595-8026. Kisa: 595-8027. Bangsi: 595-8028. Lundi: 595-8029. Skrifstofa: 462-5883

Eitt foreldri eða einn aðili sækir og kemur með barnið/börnin í leikskólann til að takmarka fjöldann sem rennur í gegnum skólann.

Foreldrar sem eiga tvö börn hér mega þó fara á milli deilda því það er ekki sóttvarnar-hólfaskipting hjá okkur.

Foreldrar með einkenni og börn með einkenni eiga að vera heima. Einkenni Covid geta verið kvef, hiti, slappleiki, hósti, hálssærindi, beinverkir, truflun á bragð- og lyktarskyni, ógleði, uppköst, niðurgangur og höfuðverkur.

Foreldrasamtöl fara tímabundið fram í gegnum Teams, Zoom eða síma.

Við munum senda nýjar upplýsingar til foreldra ef eitthvað breytist eins fljótt of við getum.

Sjá hér

Kveðja, Björg og Helga María, skólastjórnendur Lundaresls

© 2016 - 2024 Karellen