Innra mat leikskólans er kerfisbundið og samofið daglegu leikskólastarfi. Í skólanámskrá er fjallað um helstu leiðir sem leikskólinn fer við að meta innra starf sitt, bæði árangur þess og gæði. Fyrir liggur áætlun um innra mat sem endurspeglar að helstu þættir í leikskólastarfinu eru metnir reglulega. Sjá nánar um Innra mat

Gæðaráð Lundarsels heldur utan um og vinnur innra mat skólans í samráði við starfsfólk. Gæðaviðmið skólans eru unnin í samræmi við menntastefnu Akureyrar / Menntastefnu Akureyrarbæjar og verða innleidd á næstu þremur til fjórum árum. Í júní ár hvert skilar leikskólinn greinargerð um innra mat og umbótaráætlun um innra mat skólans. Gæðaráð/ innra matsteymi skólans sitja hagsmunaraðilar allra sem koma að skólanum.

Í Gæðaráði skólaárið 2024 eru Sindri Stefánsson, starfsmaður, Ingi Jóhann Friðjónsson, aðstoðarleikskólastjóri, H. Katla Guðmundsdóttir, deildarstjóri, Helga María Þórarinsdóttir, skólastjóri. En frá 2020 hefur Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, frá Tröppu hefur leitt innra mat verkefnið með skólanum, en nú, 2024, er staðan þannig að skólinn getur leitað til hans.

Kannanir 2022-2024

Niðurstaða úr foreldrakönnun tekin í febrúar 2024 sjá hér

Niðurstaða starfsmannakönnunar skólapúlsins tekin í janúar

Niðurstöður úr starfsmannakönnun Akureyrarbæjar tekin í apríl 2023

Niðurstöður úr starfsmannakönnun tekin í maí 2023

Samantekt úr niðurstöðum leikskólaráðgjafa vegna ytra mats 2023 sjá hér

Hér fyrir neðan má finna áætlanir um mat á skólastarfi Lundarsels. Við erum einnig með yfirlit yfir mat í skólanámsskrá, foreldrahandbók og í ársplani SMT.

Hér má sjá Langtímaáætlun 2022 - 2025 og skólaárið 2022 - 2023

Hér má sjá Innra matsskýrsla Lundarsel - Pálmholt 2O23

Hér má sjá Innra mats skýrsla Lundarsel-Pálmholt 2022

Hér má sjá Foreldrahandbók Lundarsel-Pálmholt

Hér má sjá Starfsáætlun með umsögn foreldraráðs 2022 -2023

Hér má sjá Starfsáætlun lundarsels 2021 - 2022

Verið er að vinna að mati skólans fyrir þetta skólaár matið er unnið út frá nýju menntastefnu Akureyrar sem má lesa um hér svo og út frá þessum viðmiðum og vísbendingum hér (nýtt áætlun fyrir mat á skólastarfi kemur hér inn fljótlega)


Kannanir Lundarsels - Pálmholts 2022

Foreldra- og starfsmannakannanir eru gerðar árlega, Sjá hér að neðan:

Hér má sjá foreldrakönnun skólapúlsinn 2022

Hér má sjá Starfsmannakönnun Akureyrarbæjar 2022

Hér má sjá Starfsmannakönnun skólapúlsins 2022

Listi yfir hvað við ætlum að meta í hvaða mánuði 2021 - 2022 má sjá hér og lista varðandi hver metur hvað
Sjá niðurstöður úr símötum hér, t.d.


Matstæki í Lundarseli:

Við notum TRAS er skráning á málþroska og félagsþroska ungra barna. TRAS-skráningartækið hjálpar leikskólakennurum að finna þau börn sem hafa frávik í málþroska og grípa inn í með markvissum aðgerðum ef um frávik er að ræða með snemmtækri íhlutun.

Við notum HLJÓM-2 sem skimunarverkfæri fyrir öll börn í leikskólanum. HLJÓM-2 er greiningartæki sem er lagt fyrir að hausti til að meta hljóðkerfisvitund barna í elsta árgangi leikskólans í því skyni að greina þau börn sem eru í áhættu fyrir síðari lestrarerfiðleika. Þar er verið að kanna þættina rím, samstöfur, samsett orð, hljóðgreiningu, margræð orð, orðhlutaeyðingu og hljóðtengingu. Í framhaldinu er unnið áfram með þá þætti sem hafa komið slakir út hjá einstaka börnum og foreldrar allra barna fá leiðbeiningarblað um hvernig megi vinna heima. Á vorin er HLJÓM-2 lagt aftur fyrir öll börn og þær niðurstöður fylgja börnunum í grunnskólann.

Við notum SMT-skráningar tvisvar á önn og vinnum markvisst úr þeim skráningum, gerum úrbótaáætlanir og skráum svo aftur til að meta þær úrbæturnar. Einu sinni á ári eða í nóvermber koma utan af komandi aðilar og meta SMT færni leikskólans með svokölluðum SMT Set lista. Þegar þær niðurstöður liggja fyrir þá er einnig gerð úrbótaáætlun.

Við notum Íslenska smábarnalistann og ALL listann ef grunnur vaknar hjá kennara um erfiðleika hjá barni eins og hlédrægni eða samskiptavandi. Þá eru listarnir notaðir til að styðja við barnið og gera áætlun.

Við styðjumst við ýmiskonar ársplön, eins og árshjól SMT, starfsáætlanir deildar, símnenntunaráætlun og fleiri áætlanir sem innihalda markmið, tímaramma og mat og úrbætur. Dæmi hér

Við notum Þroskalýsingar fyrir öll börn, en þar er unnið með aldursmiðuð viðmið sem kennarar fara yfir í kringum afmælisdag hvers barns.

Við notum allskonar sjálfsmat, dæmi af sjálfsmati kennara hér

Við notum líka allskonar sjálfsmat með börnum, dæmi hér

Við notum starfsmanna- og foreldrakannanir reglulega, svokallað Skólapúsl, til að fá umsagnir og mat á starfið hjá okkur.

Við notum skólaársmöt á starfsmannafundum, dæmi af mati á vetrastarfi hér

Allt leikskólastarf grefst símat, það þýðir að verkefni, aðferðir og markmið eru metin jafnóðum og þau eru framkvæmd. Allt í í tenglsum við barnahópinn, barnið sjálf, starfsmenn og starfsaðstæður svo eitthvað sem nefnt. Matið fer fram á deildarfundum og starfsmannafundum. Hér er sýnishorn af símati, mat á dagskipulagi.pdf og endurmat sumarstarf.doc.pdf

Eins notum við allskonar gátlista til að sjá hvar við stöndum í allskonar vinnu t.d. varðandi heilsueflingu barna og starfsmanna - sjá hér gátlista

Niðurstöður úr foreldrakönnun og starfsmannakönnun =

Í apríl 2021 vann starfsmannahópurinn ýmis möt, bæði var gert mat á hvernig gekk að ná deildarmarkmiðum út frá starfsáætlun. Þá var líka í rætt um starfið í samræðuhópum og hver og einn ígrundaði sig og sitt starf, sjá eyðublað hér sjálfsmat apríl 2021.pdf og hópavinna á starfsmannafundi í apríl 2021.pdf

_________________________________________________________________________________________________________________________________

Eldri áætlanir eru hér að neðan:

Hér má sjá Innra mat Lundarsels fyrir 2018 til 2022, mat og skorkort varðandi skorkort lundarsels .pdf fyrir árin 2020 til 2024. Svo og innra mat Lundarsels fyrir skólaárið

Ytra mat

Mennta- og menningarmálaráðuneytið og eftir atvikum sveitarfélög bera ábyrgð á ytra mati leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, samkvæmt sérstakri reglugerð. Mennta- og menningarmálaráðuneytið gerir áætlanir til þriggja ára um ytra mat, kannanir og úttektir, sem miða að því að veita upplýsingar um framkvæmd skólahalds í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Áætlanirnar eru endurskoðaðar árlega og eru birtar á vef ráðuneytisins. Sjá nánar hér um ytra mat

Hér má sjá ytra mat sem menntamálastofnun framkvæmdi í Lundarseli 2017 skyrsla um leikskolann lundarsel 2017

Hér má sjá umbótaáætlun Lundarsels skólaárið 2017-2018 umbotaplan lundarsels 2017-2018

Hér má sjá greinagerð Lundarsels vegna umbóta 2017-2018 greinargerd lundarsels vegna umbota




© 2016 - 2024 Karellen