Stefna okkar er að allt starfið sé á heimspekilegum nótum:
Einkunnaorð leikskólans eru:

Helstu áherslur skólans

Lundarsel- Pálmholt er heilsueflandi leikskóli sem leggur áherslu á lærdómssamfélag þar sem allir eru að læra hver af öðrum. Einkunnarorð Lundarsels - Pálmholts er, „Þar sem glaðir spekingar leika og læra saman“, sem er tilvísun í gleðina sem felst í leiknum, við að leita svara og rannsaka sjálfur. Allir eru að læra, hver af öðrum, börn jafnt sem fullorðnir.

Leikskólastarfið er fjölbreytt og í námskrá er unnið út frá ákveðnum áherslum í gegnum leikinn meðal annars með; barnaheimspeki – samræðu til náms, jafnrétti, heilsueflingu og heilbrigði og SMT- skólafærni. Inn í þessa þætti fléttast námssvið Aðalnámskrá leikskóla; læsi, heilbrigði og vellíðan, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti, sjálfbærni og sköpun.

Starfsfólk skólans leggur metnað sinn í faglegt, uppeldislegt og gleðiríkt starf. Það skoðar líka starfið með kynjafræðilegum gleraugum með það að leiðarljósi að allir séu jafnir, strákar og stelpur, kyn á aldrei að hamla, hefta eða loka á óskir. Lífstjáning barnsins endurspeglast í leiknum sem er ein mikilvægasta náms- og þroskaleið hvers barns.


Markmið með Heilsueflingu leikskóla

Stuðla að félagslegri vellíðan barnanna. Efla hreyfiþroska barnanna. Efla líkamlegt og andlegt heilbrigði barnanna. Skólinn er þátttakandi í verkefni Heilsueflandi leikskóli. Heilsueflandi leikskóli - Landlæknisembættið

Sjá nánar um áherslur um heilsueflingu skólans Plakat um hreyfingu og heilsu í Lundarseli-Pálmholti

Markmið með SMT – skólafærni í Lundarseli

Markmið SMT-skólafærni er að skapa gott andrúmsloft í leikskólum og tryggja öryggi og velferð barnanna og starfsfólks. Lögð er áhersla á að koma í veg fyrir og draga úr óæskilegri hegðun nemenda með því að kenna og þjálfa félagsfærni, gefa jákvæðri hegðun gaum með markvissum hætti og samræma viðbrögð starfsfólks gagnvart börnum sem sýna óæskilega hegðun.

Smt- agastefna leikskólans er skýr. Hér má sjá innáætlunarplanið okkar fyrir börnin. Innlagnarplan 2023-2024 SMT og stafir Við kynnum reglurnar eftir þessu plani fyrir eldri börnunum. Við segjum börnunum frá reglunum, ræðum þær t.d. af hverju reglan er og spyrjum börnin hvað þeim finnst um regluna, t.d. „hvernig væri best að hafa samveruna?“ Við æfum regluna/leikum hana og sýndum myndir af reglunni.

Markmið með heimspeki í Lundarseli

Börnin fá tækifæri til að njóta sín sem náttúrulegir frumspekingar sem hafa hæfileika til að efast , velta fyrir sér og löngun til að læra. Efla stjálfstæða, gagnrýna og skapandi hugsun . Börnin efld til að miðla hugsunum sðinum og skoðunum. Börnin fá tækifæri til að tjá skoðanir sínar og rökstyðja mál sitt. Plakat um heimspeki í Lundarseli-Pálmholti

Markmið með jafnrétti Lundarsels

Börnin átti sig á því að allir eru jafnir, stelpur og strákar mega gera það sem þau vilja. Kyn á aldrei að hamla, hefta eða loka á óskir. Plakat um jafnrétti í Lundarseli-Pálmholti

Lundarsel -Pálmholt vinnur líka með með læsi " Læsi er lykillinn" – sjá læsisstefnu Akureyrarbæjar Læsistefna Akureyrarbæjar og hér má sjá Læsisstefnu Lundarsels - Pálmholts





© 2016 - 2024 Karellen