Stefna okkar er að allt starfið sé á heimspekilegum nótum:
Einkunnaorð leikskólans eru:

Starfsemi Lundarsels hófst í júlí 1979. Í fyrstu var leikskólinn tvær deildir en í júní 1996 var hafist handa við gerð þriðju deildarinnar. Árið 2000-2001 urðu miklar breytingar á húsnæði leikskólans, kjallarinn var að hluta tekinn fyrir starfsmannaaðstöðu, salurinn var stækkaður um helming auk þess sem fleiri breytingar voru gerðar til að húsnæðið yrði sem hentugast fyrir leikskólann. Árið 2011 var hús á lóð Lundarskóla tekið í notkun, þar dveljast hluta af degi að meðaltali 14 börn. Haustið 2012 voru tvö hús færð á lóð Lundarsels og byggð viðbygging á milli þeirra, þá bætist við fjórða deildin sem verður fyrir 5 ára börn, sem nefnist Lundinn. Fjöldi barna er 90 börn. Biðlistinn inn í leikskólann stjórnar á hvern hátt deildirnar eru aldursskiptar hverju sinni. Á þessu skólaári er Kríudeild er fyrir 2-3 ára börn, Bangsadeild er fyrir 3-5 ára börn, Kisudeild er fyrir 3-4 ára börn og Lundinn fyrir 5 ára börn.

Áherlsur skólans eru:Sjá nánar um heilsueflingu skólans = https://www.landlaeknir.is/heilsa-og-lidan/verkefni/item30702/Heilsueflandi-leikskoli

Í leikskólanum Lundarseli er starfandi heilsueflingarnefnd. Markmið nefndarinnar er að stuðla að því að leikskólinn uppfylli skilyrði heilsueflandi leikskóla. Meðal annars með því að fylla út gátlista sem eru á vef Landlæknis.

Lundarsel vinnur líka með með læsi " Læsi er lykillinn" – sjá læsisstefnu Akureyrarbæjar hér læsistefnan


Lundarsel starfar að sjálfsögðu eftir persónulögum, sjá hér og líka hér reglur varðandi myndatöku í leikskólum.

Lundarsel er starfar eftir jafnréttisáætlun lundarsels og leggur mikið upp úr því slíku!© 2016 - 2022 Karellen