Lundarsel-Pálmholt er sjö deilda leikskóli í tveimur húsum, Lundarsel við Hlíðarlund með fjórum deildum og Pálmholt neðra við Þingvallarstræti með þremur deildum. Boðið er upp á sveigjanlegan dvalartíma þ.e. börnin geta verið frá 4 upp í 8 klst. á dag á öllum deildum auk þess sem hægt er að kaupa 15 mín fyrir og/eða 15 mín yfir klst. Dvalartíminn frá 8 til 14 er frír.

Fjöldi barna er 82 börn í Lundarselshúsnæðinu og í Pálmholtshúsnæðinu um 58 börn eða samtals um 140 börn.

Sjá hér um Þátttökuaðlögun í Lundarseli-Pálmholti

Sjá hér Upplýsingahandbók um leikskólastarfið 2022-2023

Börn eru aldrei afhent nema starfsmaður sé 100% viss um að sá sem er að sækja barnið sé sá sem má sækja barnið. Sjá nánar Nokkur mikilvæg atriði varðandi komur og brottfarir leikskólabarna

Lundarsel-Pálmholt notar Karellen viðverukerfi og eru allir foreldrar beðnir um að sækja Karellen-appið! Foreldrar geta þar sent á einfaldan hátt skilaboð til leikskólans og á sama hátt getur kennari sent skilaboð á hópa eða einstaka foreldra/forráðamenn. Lundarsel geymir þar allar myndir sem teknar eru og deilir þeim með foreldrum barns/barna sem merkt eru á myndirnar um leið og þær eru settar inní Karellen kerfið. Sjá á hvern hátt foreldrar skrá sig inn í kerfið Upplýsingar til foreldra um innskráingu í Karellen

Hugmyndir að spurningum til að spyrja barnið hvernig leikskóladagurinn var? hugmyndir að spurningum.pdf

Reglur um myndatökur í skólanum eru hér: Reglur um myndartökur í leikskólum og grunnskólum.

Hvað skal gera ef það er ófært um bæinn eða óveður Skólahald á Akureyri - Óveður

Hér má sjá Skipurit Lundarsels-Pálmholts

Fyrir nýja starfsmenn er hér móttökuáætlun nýrra starfsmanna og starfsmannahandbók


© 2016 - 2024 Karellen