news

Leikfimi í KA

02. 09. 2020

Í vetur fáum við afnot af júdósalnum í KA heimilinu fyrir leikfimi. Fyrsta föstudag í hverjum mánuði fara börn af Kisu – og Bangsadeild og á þriðjudögum fara börn af Lundadeild í KA heimilið. Við viljum biðja ykkur að gæta að því að börnin mæti ekki í fatnaði með rennilásum í þessa tíma. Ástæðan er sú að það eru dýnur á öllu gólfinu í júdósalnum sem við þurfum að ganga vel um.

Leikfimi í KA byrjar föstudaginn 4.september og svo 8.september.

© 2016 - 2021 Karellen