Unnið í sérkennsluteymi en skólaárið 2019-2020 var það þróunarverkefni Lundarsels að koma sérkennslunni í teymisvinnu og reyndist sú vinna mjög góð fyrir sérkennslubarnið, barnahópinn og starfsmenn, og þess vegna er því haldið áfram.

Nokkur börn í Lundarseli hafa fengið úthlutað sérkennslu gegn mati viðurkenndra greiningaraðila. Teymið vinnur með þau börn ásamt því að vinna með tvítyngd börn og önnur börn – tryggja þannig að mæta þörfum barnanna í sem eðlilegustu aðstæðum, tryggja að yfirfærsla eigi sér stað og að jafnræði allra barna í öllu leikskólastarfi sé óháð líkamlegu og andlegu atgervi.

Starfsmenn teymisins eru Inda (í leyfi), Kristjana/Jana, Snjólaug/Diddý, Lilja, Hólmfríður/Fríða, Linda, Eva Dröfn, Anna Margrét og Margrét.

© 2016 - 2024 Karellen