Foreldrasamstarf
Í Lundarseli leggjum við mikla áherslu á gott samstarf við foreldra. Foreldrum er boðið á kynningarfund um leikskólann áður en barnið byrjar í leikskólanum og einkasamtal við deildarstjóra þar er lagður grunnur að traustu og góðu samstarfi við foreldra. Foreldrar fylgja börnum sínum í aðlögun og kynnast þá hvernig daglegt starf og samstarf starfsmanna deildarinnar ganga fyrir sig. Leikskólinn stendur reglulega fyrir atburðum sem efla samstarf heimilis og leikskólans. Þá er foreldrum boðið í einkasamtal að minnsta kosti einu sinni yfir veturinn, foreldrum er boðið í heimsókn nokkrum sinnum yfir skólaárið.


Foreldraráð
Í foreldraráði eru að lágmarki þrír foreldrar en þeir geta verið fleiri, fer eftir áhuga foreldra. Leikskólastjóri fundar með foreldraráði. Foreldraráð er hluti af stjórnkerfi leikskólans og gefur umsögn um starfsáætlun, skóladagatal og skólanámskrá leikskólans. Foreldraráð gefur einnig umsókn um ýmislegt annað sem tengist leikskólanum, eins og t.d. innritun og aðlögun leikskólans. Foreldrarráð vinnur eftir Foreldrahandbók leikskóla

Foreldrafélag
Foreldrafélag er einnig starfandi við leikskólann. Markmið foreldrafélagsins er að efla tengsl foreldra og barna, auka þátttöku foreldra í starfi leikskólans og tryggja velferð barnanna sem best. Foreldrafélagið stendur fyrir eða tekur þátt í ásamt leikskólanum margvíslegum uppákomum til skemmtunar fyrir börnin. Sem dæmi má nefna leiksýningar, og standa að kostnaði af feril möppum fyrir börnin.
Mikil tölvusamskipti eru hjá foreldrafélögunum og er fjöldi funda í lágmarki eða um tveir fyrir áramót og tveir til þrír eftir áramót.

Lög foreldrafélags Lundarsels

1.gr. Félagið heitir Foreldrafélag Lundarsels.

2. gr. Allir foreldrar/forráðamenn barna í Lundarseli eru boðnir velkomnir sem félagsmenn. Það er einnig opið fyrir starfsmenn.

3.gr. Tilgangur félagsins er að standa fyrir, skipuleggja og fjármagna ákveðna viðburði fyrir börn Lundarsels þeim til ánægju og yndisauka. Einnig að styrkja jákvæð samskipti foreldra/ forráðamanna, barna og starfsmanna.

4.gr. Félagsmönnum er frjálst að koma með tillögur til stjórnar um fræðsluefni; upplýsingar er varða hina ýmsu þroskaþætti barna; eða annað.

5. gr. Stjórn félagsins skal skipuð 4-5 mönnum sem kosnir eru rafrænt eða á aðalfundi árlega fyrir 1. nóv ár hvert . (foreldrum er velkomið að gefa sig fram). Stjórnin skiptir með sér verkum. Að minnsta kosti skulu tveir stjórnarmeðlimir sitja áfram í nýrri stjórn.

6. gr. Fulltrúi starfsfólks skal jafnan sitja stjórnarfundi. Öflug samskipti við fulltrúa starfsmanna eru með tölvusamskiptum.

7.gr. Félagsgjöld skulu ákveðin rafrænt ár hvert. Þau skulu innheimt einu sinni á ári, í gegnum tölvupóst með upplýsingum um hvaða reikning er lagt inn á. Gjöldin eru óafturkræf.

8.gr. Lögum þessum má aðeins breyta með því að boða til aðalfundar, þar sem foreldrar Lundarsel barna kjósa um lagabreytingar og þá með einföldum meirihluta atkvæða.

9. gr. Foreldrafélagið sér um að útvega og greiða fyri jólasveina á jólaballi hvert ár, og jafnvel kaupa gjöf.

10.gr. Foreldrafélagið sér um að kaupa birkiplöntur ár hvert til að afhenta börnum við útskriftarathöfn.

Lög samþykkt 10. september 2019© 2016 - 2023 Karellen