Foreldrasamstarf
Í Lundarseli leggjum við mikla áherslu á gott samstarf við foreldra. Foreldrum er boðið á kynningarfund um leikskólann áður en barnið byrjar í leikskólanum og einkasamtal við deildarstjóra þar er lagður grunnur að traustu og góðu samstarfi við foreldra. Foreldrar fylgja börnum sínum í aðlögun og kynnast þá hvernig daglegt starf og samstarf starfsmanna deildarinnar ganga fyrir sig. Leikskólinn stendur reglulega fyrir atburðum sem efla samstarf heimilis og leikskólans. Þá er foreldrum boðið í einkasamtal að minnsta kosti einu sinni yfir veturinn, foreldrum er boðið í heimsókn nokkrum sinnum yfir skólaárið.


Foreldraráð
Í foreldraráði eru að lágmarki þrír foreldrar en þeir geta verið fleiri, fer eftir áhuga foreldra. Leikskólastjóri fundar með foreldraráði. Foreldraráð er hluti af stjórnkerfi leikskólans og gefur umsögn um starfsáætlun, skóladagatal og skólanámskrá leikskólans. Foreldraráð gefur einnig umsókn um ýmislegt annað sem tengist leikskólanum, eins og t.d. innritun og aðlögun leikskólans. Foreldrarráð vinnur eftir Foreldrahandbók leikskóla

Foreldrafélag
Foreldrafélag er einnig starfandi við leikskólann. Markmið foreldrafélagsins er að efla tengsl foreldra og barna, auka þátttöku foreldra í starfi leikskólans og tryggja velferð barnanna sem best. Foreldrafélagið stendur fyrir eða tekur þátt í ásamt leikskólanum margvíslegum uppákomum til skemmtunar fyrir börnin. Sem dæmi má nefna leiksýningar, og standa að kostnaði af feril möppum fyrir börnin.
Mikil tölvusamskipti eru hjá foreldrafélögunum og er fjöldi funda í lágmarki eða um tveir fyrir áramót og tveir til þrír eftir áramót.


© 2016 - 2024 Karellen