news

Dagur leikskólans 6. febrúar og myndlistarsýning elstu barna

06. 02. 2024

Í dag 6. febrúar héldum við dag leikskólans hátíðlegan, við viljum þakka foreldrum og aðstandendum kærlega fyrir komuna.

Við viljum vekja athygli á myndlistarsýningu elstu barna Lundarsels/Pálmholts í Kristjánsbakaríi við Hrísalund. Í tilefni af degi leikskólans teiknuðu börn fædd 2018 á deildunum Furuholt og Lundadeild myndir af sínum leikskóla. Á þessum myndum eru alls konar leikskólar, sumar myndir eru af leikskólanum Lundarseli, aðrar af Pálmholti, einnig eru galdra-leikskólar, gamlir leikskólar, nýir leikskólar og leikskólinn eins og höfundarnir vilja hafa þá.

Takk fyrir frábæran dag :)

© 2016 - 2024 Karellen